Um okkur

10306238_10152410443259410_8818403928622590119_n

Ég, Berglind Jóna Þorláksdóttir, er fædd 14. september 1991 og kem frá Akureyri. Eftir að grunnskóla lauk fór ég í Menntaskólann á Akureyri og útskirfaðist þaðan vorið 2011 af félagsfræðibraut. Eftir það lá leiðin í Háskóla Íslands og lauk þar B.A. gráðu í félags- og fjölmiðlafræði árið 2014. Strax eftir B.A. nám lá leiðin í meistaranám í mennuntarfræði við Háskólann á Akureyri. Ég hef unnið við hin ýmsu störf, allt frá afgreiðslu í apóteki, þjálfun í fótbolta og fræðilegri vinnu við rannsóknir á vegum Þekkingarnets Þingeyinga og margt fleira.

 

11056901_10204947590144380_1070817252_n

Ég, Þorbjörg Valdís Kristjánsdóttir,  er fædd 9.janúar 1971 og kem úr Borgarfirði, gift og á eina stúlku. Eftir grunnskóla fór ég í Menntaskólann að Laugarvatni og útskrifaðist þaðan af náttúrufræðibraut vorið 1991. Eftir það fór ég í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað og útskrifaðist þaðan vorið 1992. Haustið 1992 byrjaði ég í líffræði í Háskóla Ísland og lauk þaðan B.Sc. gráðu 1996. Eftir það hef ég sinnt ýmsum störfum: deildarstjóri fræðsludeildar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins 1996-2002, verkefnastjóri Free Willy/Keiko project 2002-2004, verkefnastjóri á alþjóðasviði RANNÍS 2004-2006, alþjóðafulltrúi Landbúnaðarháskóla Íslands 2006-2014 og svo núna frá október 2014 til dagsins í dag er ég leiðbeinandi við Grunnskóla Borgarfjarðar og er í mennuntafræði M.Ed. við HA sem ég byrjaði í um áramótin 2014/2015

Leave a comment